Spjöllum um Ástu málara

Kl. 14:00 laugardaginn 11. október.

Duus safnahús, Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær.

Á Safnahelgi á Suðurnesjum bjóða Byggðasafn Reykjanesbæjar og Duus safnahús til spjalls um Ástu málara laugardaginn 11. október kl. 14.

Inga Þórey Jóhannsdóttir sýningarstjóri segir stuttlega frá sýningunni og tilurð hennar, en síðan er opnað fyrir samtal þar sem gestir geta deilt sögum, frásögnum og sjónarhornum sem tengjast Ástu Árnadóttur og verkum hennar.

 

Við bjóðum hjartanlega velkomna bæði þá sem hafa heyrt af Ástu í gegnum sögur fyrri kynslóða og þá sem einfaldlega vilja kynnast verkum hennar og sögu betur til að taka þátt í þessu opna samtali.

 

Ásta Kristín Árnadóttir frá Narfakoti í Innri-Njarðvík var óhrædd við að brjóta gegn rótgrónum hefðum um samfélagslegt hlutverk kvenna. Hún lauk prófi í málaraiðn árið 1907 og var þar með fyrsta íslenska konan til að taka próf í iðngrein. Þremur árum síðar hlaut hún meistarabréf í iðninni, fyrst kvenna og Íslendinga.   


Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni. Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17. Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá kl. 12:00-17:00 laugardag og sunnudag. Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá 12:00 - 17:00 laugardag og sunnudag. Gula húsinu, Austurvegi 1-3, 240 Grindavík
Fleiri viðburðir