Spjöllum um Ástu málara

Kl. 14:00 laugardaginn 11. október.

Duus safnahús, Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær.

Á Safnahelgi á Suðurnesjum bjóða Byggðasafn Reykjanesbæjar og Duus safnahús til spjalls um Ástu málara laugardaginn 11. október kl. 14.

Inga Þórey Jóhannsdóttir sýningarstjóri segir stuttlega frá sýningunni og tilurð hennar, en síðan er opnað fyrir samtal þar sem gestir geta deilt sögum, frásögnum og sjónarhornum sem tengjast Ástu Árnadóttur og verkum hennar.

 

Við bjóðum hjartanlega velkomna bæði þá sem hafa heyrt af Ástu í gegnum sögur fyrri kynslóða og þá sem einfaldlega vilja kynnast verkum hennar og sögu betur til að taka þátt í þessu opna samtali.

 

Ásta Kristín Árnadóttir frá Narfakoti í Innri-Njarðvík var óhrædd við að brjóta gegn rótgrónum hefðum um samfélagslegt hlutverk kvenna. Hún lauk prófi í málaraiðn árið 1907 og var þar með fyrsta íslenska konan til að taka próf í iðngrein. Þremur árum síðar hlaut hún meistarabréf í iðninni, fyrst kvenna og Íslendinga.   


Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Í Gula húsinu verður sýnd stuttmynd eftir Óskar Kristinn Vignisson sem fjallar myndrænt um áhrif hamfaranna á samfélagið í Grindavík. Myndin er 15 mínútna löng.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Svarta Pakkhúsið, Laugardaginn 11. október kl. 15:00
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Rokksafn Íslands er fjölskylduvænt og gagnvirkt safn sem fjallar um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Á safninu má finna tímalínu sögu íslenskrar tónlistar, allt frá árinu 1835 til dagsins í dag. Í sýningunni er fjallað um listamenn á borð við Björk, Hljóma, Of Monsters and Men, Sigur Rós, Kaleo, Stuðmenn, Elly Vilhjálms, Bubba og margra fleiri. „Gagnvirki plötuspilarinn“, eins og hann er jafnan kallaður, gerir gestum kleift að velja plötu sem leiðir þá í gegnum sögu íslenskra tónlistarmanna á stórum gagnvirkum sýningarvegg. Gestir geta spreytt sig í hljóðbúri safnsins en þar er hægt að spila á rafgítar, rafbassa, rafmagnstrommusett og einnig er sérstakur söngklefi. Þá er einnig hægt að prófa að setja sig í sæti upptökumanns og prófa að hljóðblanda lagið Little talks með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Í bíósal safnsins eru sýndar heimildarmyndir um íslenska tónlist. Rokksafn Íslands er fyrir alla – bæði þá sem þekkja og elska íslenska tónlist og þá sem vilja kynna sér hana. Börn munu sérstaklega njóta sín í “sound-lab”-inu og fá að fikta í gagnvirkum sýningaratriðum safnsins. Nánari upplýsingar á www.rokksafn.is
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Á sýningum Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum eru ratleikir í boði fyrir alla aldurshópa. Aðgangur er ókeypis um safnahelgina. Verið hjartanlega velkomin. - Finndu Músa áður en kötturinn Dúsa klófestir hann - Getur þú fundið...? á sýningunni Eins manns rusl er annars gull - Ævintýravera á sýningunni Hér sit ég og sauma - Veggjakrot í Bryggjuhúsinu
Fleiri viðburðir