Byggðasafn Reykjanesbæjar

Opið frá kl. 12:00-17:00 föstudag, laugardag og sunnudag.

Duus safnahús, Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær

Eins manns rusl er annars gull

Hvað eiga pennar, plastpokar, bíóprógrömm, servíettur og eldfæri sameiginlegt?  Á sýningunni eru smáhlutir af ýmsu tagi sem hafa verið framleiddir með ákveðið notagildi í huga. Þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu enda þeir oftar en ekki í ruslinu. Til eru þeir sem hafa þó einsett sér að safna slíkum hlutum með það markmið að eignast sem flesta og af mismunandi gerðum. Annað atriði sem þessir smáhlutir eiga sameiginlegt er að þeir voru fjöldaframleiddir á árum áður en eru margir fágætari í dag. Stór hluti er merktur fyrirtækjum eða vörum og enda voru þeir ýmist gefnir, látnir fylgja með öðrum vörum eða seldir vægu verði. Hér gefst því tækifæri til að rifja upp liðna tíð og virða fyrir sér hvernig myndskreytingar og vörumerki hafa breyst. Elstu munirnir eru frá þriðja áratug 20. aldar en þeir yngstu aðeins nokkurra ára eða áratuga gamlir.

Ásjóna

Ljósmyndasýningin Ásjóna er í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa. Sýningin byggist upp af myndum sem hafa borist safninu í upprunalegum römmum. Þær eiga það sameiginlegt að sýna fólk sem hefur búið á því svæði sem tilheyrir Reykjanesbæ. Elstu myndirnar eru líklega um 140 ára gamlar en þær yngstu teknar fyrir 20 árum. Myndir sem fá þann sess að vera settar í ramma og hafðar til sýnis hafa yfirleitt ákveðið gildi í augum eigandans. Þær sýna gjarnan ástvini sem eru fjarri eða eru teknar við tímamót í lífinu. Væntumþykja, stolt eða söknuður eru meðal þeirra tilfinninga sem eru tjáð með þessum hætti.

Hér sit ég og sauma

Fatasaumur var eitt af verkefnum kvenna á árum áður og var saumaskapur mikilsmetið handverk. 

Tilkoma saumavélarinnar olli byltingu og sagt var að saumavél gæti sparað eina vinnukonu. Sumar konur urðu þekktar fyrir saumaskap sinn og gerði saumavélin þeim kleift að afla tekna.


Byggðasafn Reykjanesbæjar varðveitir yfir 60 saumavélar, þar á meðal saumavél sem framleidd var á árunum 1860-1870. Líklega er um að ræða eina af elstu saumavélum landsins.

Fast þeir sóttu sjóinn 

Í Byggðasafni Reykjanesbæjar eru varðveitt um 140 líkön af skipum og bátum. Langflest þeirra smíðaði Grímur Karlsson skipstjóri.

Grímur hófst handa við smíði líkananna um fimmtugt og safnaði af mikilli elju ýmis konar fróðleik um sögu sjávarútvegs á Íslandi. Grímur var afkastamikill og eftir hann liggja á fimmta hundrað líkön í eigu ýmissa stofnana og einstaklinga. Fyrir smíði sína var Grímur sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 2009, Menningarverðlaunum Reykjanesbæjar það sama ár og Sjómannadagsorðunni 2002. Grímur lést árið 2017.

Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni. Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17. Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá kl. 12:00-17:00 laugardag og sunnudag. Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá 12:00 - 17:00 laugardag og sunnudag. Gula húsinu, Austurvegi 1-3, 240 Grindavík
Fleiri viðburðir