Duus safnahús

Opið frá kl. 12 –17 föstudag, laugardag og sunnudag

Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær

Menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar, sem hýsir sýningarsali Listasafns Reykjanesbæjar, Byggðasafns Reykjanesbæjar og gestastofu Reykjaness jarðvangs býður gesti velkomna á Safnahelgi á Suðurnesjum.

Listasafn Reykjanesbæjar

Listasafn Reykjanesbæjar er með breytilegar sýningar yfir allt árið. Nú standa yfir sýningarnar Heimsmynd – Áki Guðni Gränz og Hulduefni – Vilhjálmur Bergsson.   


Byggðasafn Reykjanesbæjar

Hjá Byggðasafninu eru 4 sýningar. Þær eru: Fast þeir sóttu sjóinn er sýninga af 140 líkönum af skipum og bátum flest eftir Grím Karlsson, Eins manns rusl er annars gull á sýningunni má sjá smáhluti sem hafa verið framleiddir með ákveðið notagildi í huga. Þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu enda þeir oftar en ekki í ruslinu. Ásjóna er sýning sem byggist upp af myndum sem hafa borist safninu í upprunalegum römmum og eiga það sameiginlegt að sýna fólk sem hefur búið á því svæði sem tilheyrir Reykjanesbæ. Að lokum er það sýninginn Hér sit ég og sauma en Byggðasafn Reykjanesbæjar varðveitir yfir 60 saumavélar, þar á meðal saumavél sem framleidd var á árunum 1860-1870.

Gestastofa Reykjanessjarðvangs, UNESCO Global Geopark

Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans. Gestir geta fræðst um jarðfræði og náttúrufar á skaganum á einfaldan og aðgengilegan hátt. Markmiðið með gestastofunni er að miðla fróðleik og upplýsingum um Reykjanes jarðvang og Reykjanesskaga. Í tilefni þess að 50 ára afmælissýning HS Orku hefur verið sett upp í rými gestastofunnar hefur sýning gestastofunnar verið uppfærð og því um að gera að líta við og skoða báðar sýningar.


Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Í Gula húsinu verður sýnd stuttmynd eftir Óskar Kristinn Vignisson sem fjallar myndrænt um áhrif hamfaranna á samfélagið í Grindavík. Myndin er 15 mínútna löng.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Svarta Pakkhúsið, Laugardaginn 11. október kl. 15:00
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Rokksafn Íslands er fjölskylduvænt og gagnvirkt safn sem fjallar um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Á safninu má finna tímalínu sögu íslenskrar tónlistar, allt frá árinu 1835 til dagsins í dag. Í sýningunni er fjallað um listamenn á borð við Björk, Hljóma, Of Monsters and Men, Sigur Rós, Kaleo, Stuðmenn, Elly Vilhjálms, Bubba og margra fleiri. „Gagnvirki plötuspilarinn“, eins og hann er jafnan kallaður, gerir gestum kleift að velja plötu sem leiðir þá í gegnum sögu íslenskra tónlistarmanna á stórum gagnvirkum sýningarvegg. Gestir geta spreytt sig í hljóðbúri safnsins en þar er hægt að spila á rafgítar, rafbassa, rafmagnstrommusett og einnig er sérstakur söngklefi. Þá er einnig hægt að prófa að setja sig í sæti upptökumanns og prófa að hljóðblanda lagið Little talks með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Í bíósal safnsins eru sýndar heimildarmyndir um íslenska tónlist. Rokksafn Íslands er fyrir alla – bæði þá sem þekkja og elska íslenska tónlist og þá sem vilja kynna sér hana. Börn munu sérstaklega njóta sín í “sound-lab”-inu og fá að fikta í gagnvirkum sýningaratriðum safnsins. Nánari upplýsingar á www.rokksafn.is
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Á sýningum Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum eru ratleikir í boði fyrir alla aldurshópa. Aðgangur er ókeypis um safnahelgina. Verið hjartanlega velkomin. - Finndu Músa áður en kötturinn Dúsa klófestir hann - Getur þú fundið...? á sýningunni Eins manns rusl er annars gull - Ævintýravera á sýningunni Hér sit ég og sauma - Veggjakrot í Bryggjuhúsinu
Fleiri viðburðir