Duus safnahús

Opið frá kl. 12 –17 laugardag og sunnudag

Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær

Menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar, sem hýsir sýningarsali Listasafns Reykjanesbæjar, Byggðasafns Reykjanesbæjar og gestastofu Reykjaness jarðvangs býður gesti velkomna á Safnahelgi á Suðurnesjum.

Listasafn Reykjanesbæjar

Í sýningunni Heimsmynd er horft til Áka Guðna Gränz (1925–2014), alþýðulistamanns sem skapaði sér einstaka stöðu í menningarlífi Njarðvíkur og víðar. Verk hans voru aldrei einungis eftirmyndir af landslagi eða fólki – þau voru persónuleg kortlagning á hugmyndaheimi hans, þar sem draumar, þjóðsögur og minningar blönduðust saman. Í þessum verkum speglast heimssýn manns sem hafði djúpa rót í samfélagi sínu, en líka ríkan innri heim sem hann miðlaði á sinn einstaka hátt. 

Sýningin Hulduefni í Listasafni Reykjanesbæjar gefur mynd af þróun í verkum Vilhjálms Bergssonar frá 1959 til 2021. Sýningin spannar hátt í sex áratugi og dregur fram fágæta tæknilega færni hans og kunnáttu. Vilhjálmur lýsir snemma á ferlinum viðfangsefni sínu í myndlist sem víðtækri hlutdeild, þar sem allt milli himins og jarðar, frá minnstu ögn til stjörnuþoka, fellur undir rannsókn hans. Verk hans þróuðust frá abstrakt geómetrísku myndum yfir í það sem hann kallaði samlífrænar víddir og síðar takmarkalaust orkuljósrými, þar sem bæði ljós og myrkur spila mikilvægt hlutverk.


Byggðasafn Reykjanesbæjar

Hjá Byggðasafninu eru 4 sýningar. Þær eru: Fast þeir sóttu sjóinn er sýninga af 140 líkönum af skipum og bátum flest eftir Grím Karlsson, Eins manns rusl er annars gull á sýningunni má sjá smáhluti sem hafa verið framleiddir með ákveðið notagildi í huga. Þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu enda þeir oftar en ekki í ruslinu. Ásjóna er sýning sem byggist upp af myndum sem hafa borist safninu í upprunalegum römmum og eiga það sameiginlegt að sýna fólk sem hefur búið á því svæði sem tilheyrir Reykjanesbæ. Að lokum er það sýninginn Hér sit ég og sauma en Byggðasafn Reykjanesbæjar varðveitir yfir 60 saumavélar, þar á meðal saumavél sem framleidd var á árunum 1860-1870.

Gestastofa Reykjanessjarðvangs, UNESCO Global Geopark

Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans. Gestir geta fræðst um jarðfræði og náttúrufar á skaganum á einfaldan og aðgengilegan hátt. Markmiðið með gestastofunni er að miðla fróðleik og upplýsingum um Reykjanes jarðvang og Reykjanesskaga. Í tilefni þess að 50 ára afmælissýning HS Orku hefur verið sett upp í rými gestastofunnar hefur sýning gestastofunnar verið uppfærð og því um að gera að líta við og skoða báðar sýningar.


Spjöllum um Ástu málara

Á Safnahelgi á Suðurnesjum bjóða Byggðasafn Reykjanesbæjar og Duus safnahús til spjalls um Ástu málara laugardaginn 11. október kl. 14.

Inga Þórey Jóhannsdóttir sýningarstjóri segir stuttlega frá sýningunni og tilurð hennar, en síðan er opnað fyrir samtal þar sem gestir geta deilt sögum, frásögnum og sjónarhornum sem tengjast Ástu Árnadóttur og verkum hennar.

Við bjóðum hjartanlega velkomna bæði þá sem hafa heyrt af Ástu í gegnum sögur fyrri kynslóða og þá sem einfaldlega vilja kynnast verkum hennar og sögu betur til að taka þátt í þessu opna samtali.

Ásta Kristín Árnadóttir frá Narfakoti í Innri-Njarðvík var óhrædd við að brjóta gegn rótgrónum hefðum um samfélagslegt hlutverk kvenna. Hún lauk prófi í málaraiðn árið 1907 og var þar með fyrsta íslenska konan til að taka próf í iðngrein. Þremur árum síðar hlaut hún meistarabréf í iðninni, fyrst kvenna og Íslendinga.  

Eldfjallagarður í Duus safnahúsum

Sýning Reykjanes Geopark í Gryfjunni í Duus safnahúsum leiðir gesti í gegnum jarðsögu Reykjanesskaga með áherslu á eldgos, jarðhita og önnur sérkenni svæðisins.

Á safnahelgi ætlum við að taka innblástur úr sýningunni og búa saman til eldfjallagarð. Öllum er boðið að koma of föndra, mála eða teikna eldfjall eða annað sem veitir innblástur af sýningu jarðvangsins.

Allt efni verður á staðnum.


Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni. Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17. Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá kl. 12:00-17:00 laugardag og sunnudag. Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá 12:00 - 17:00 laugardag og sunnudag. Gula húsinu, Austurvegi 1-3, 240 Grindavík
Fleiri viðburðir