Listasafn Reykjanesbæjar
Listasafn Reykjanesbæjar er með breytilegar sýningar yfir allt árið. Nú standa yfir sýningarnar Heimsmynd – Áki Guðni Gränz og Hulduefni – Vilhjálmur Bergsson.
Menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar, sem hýsir sýningarsali Listasafns Reykjanesbæjar, Byggðasafns Reykjanesbæjar og gestastofu Reykjaness jarðvangs býður gesti velkomna á Safnahelgi á Suðurnesjum.
Listasafn Reykjanesbæjar
Listasafn Reykjanesbæjar er með breytilegar sýningar yfir allt árið. Nú standa yfir sýningarnar Heimsmynd – Áki Guðni Gränz og Hulduefni – Vilhjálmur Bergsson.
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Hjá Byggðasafninu eru 4 sýningar. Þær eru: Fast þeir sóttu sjóinn er sýninga af 140 líkönum af skipum og bátum flest eftir Grím Karlsson, Eins manns rusl er annars gull á sýningunni má sjá smáhluti sem hafa verið framleiddir með ákveðið notagildi í huga. Þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu enda þeir oftar en ekki í ruslinu. Ásjóna er sýning sem byggist upp af myndum sem hafa borist safninu í upprunalegum römmum og eiga það sameiginlegt að sýna fólk sem hefur búið á því svæði sem tilheyrir Reykjanesbæ. Að lokum er það sýninginn Hér sit ég og sauma en Byggðasafn Reykjanesbæjar varðveitir yfir 60 saumavélar, þar á meðal saumavél sem framleidd var á árunum 1860-1870.
Gestastofa Reykjanessjarðvangs, UNESCO Global Geopark
Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans. Gestir geta fræðst um jarðfræði og náttúrufar á skaganum á einfaldan og aðgengilegan hátt. Markmiðið með gestastofunni er að miðla fróðleik og upplýsingum um Reykjanes jarðvang og Reykjanesskaga. Í tilefni þess að 50 ára afmælissýning HS Orku hefur verið sett upp í rými gestastofunnar hefur sýning gestastofunnar verið uppfærð og því um að gera að líta við og skoða báðar sýningar.