Þekkingasetur Suðurnesja

Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-17:00
Garðskagavegur 1, 245 Suðurnesjabær

Þekkingarsetur Suðurnesja tekur virkan þátt í Safnahelgi á Suðurnesjum líkt og önnur ár og verður opið í setrinu frá 13-17 bæði laugardag og sunnudag á Safnahelgi og enginn aðgangseyrir. 

Í Þekkingarsetrinu má virða fyrir sér hinar ýmsu sýningar m.a. sýninguna Heimskautin heilla sem segir frá lífi og störfum franska skipstjórans Jean-Baptiste Charcot en rannsóknarskip hans, Pourquoi-Pas? fórst hér við Íslandsstrendur árið 1936. Sýningin hefur staðið yfir í Þekkingarsetrinu frá árinu 2007. 

Huldir heimar hafsins er önnur sýning sem finna má á 1.hæð setursins en sú sýning fagnar einmitt 10 ára afmæli sínu um þessar mundir. Sýningin dregur saman lífríki hafsins og myndlist og dregur einstaka og áhugaverða sýn á lífið í sjónum. 

Í náttúrusal Þekkingarsetursins hefur allt frá árinu 1995 staðið yfir náttúrugripasýning en nýverið bættist gagnvirka fræðsluleikurinn, Fróðleiksfúsi, við þá sýningu. Markmið leiksins er að opna augu ungra sem aldna fyrir dýralífi og náttúru Íslands, fræða, kæta og bjóða upp á holla dægradvöl fyrir fjölskyldur. Leikurinn er spilanlegur bæði á íslensku og pólsku og á mun verkefnastjóri Fróðleiksfúsa og hugsmiður vera á staðnum á sunnudag frá 14 – 16 og gefa aukna innsýn inn í leikinn, tilurð, tilgang og framtíð hans í Þekkingarsetri Suðurnesja.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni. Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17. Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá kl. 12:00-17:00 laugardag og sunnudag. Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá 12:00 - 17:00 laugardag og sunnudag. Gula húsinu, Austurvegi 1-3, 240 Grindavík
Fleiri viðburðir