Fróðleiksfúsi á Þekkingasetri Suðurnesja

Sunnudagur frá kl. 14:00 - 16:00
Garðskagavegur 1, 245 Suðurnesjabær

Í náttúrusal Þekkingarsetursins hefur allt frá árinu 1995 staðið yfir náttúrugripasýning en nýverið bættist gagnvirka fræðsluleikurinn, Fróðleiksfúsi, við þá sýningu. Markmið leiksins er að opna augu ungra sem aldna fyrir dýralífi og náttúru Íslands, fræða, kæta og bjóða upp á holla dægradvöl fyrir fjölskyldur. Leikurinn er spilanlegur bæði á íslensku og pólsku.

Verkefnastjóri Fróðleiksfúsa og hugsmiður verður á staðnum og gefur auka innsýn inn í leikinn, tilurð, tilgang og framtíð hans í Þekkingarsetri Suðurnesja.  
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Í Gula húsinu verður sýnd stuttmynd eftir Óskar Kristinn Vignisson sem fjallar myndrænt um áhrif hamfaranna á samfélagið í Grindavík. Myndin er 15 mínútna löng.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Svarta Pakkhúsið, Laugardaginn 11. október kl. 15:00
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Rokksafn Íslands er fjölskylduvænt og gagnvirkt safn sem fjallar um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Á safninu má finna tímalínu sögu íslenskrar tónlistar, allt frá árinu 1835 til dagsins í dag. Í sýningunni er fjallað um listamenn á borð við Björk, Hljóma, Of Monsters and Men, Sigur Rós, Kaleo, Stuðmenn, Elly Vilhjálms, Bubba og margra fleiri. „Gagnvirki plötuspilarinn“, eins og hann er jafnan kallaður, gerir gestum kleift að velja plötu sem leiðir þá í gegnum sögu íslenskra tónlistarmanna á stórum gagnvirkum sýningarvegg. Gestir geta spreytt sig í hljóðbúri safnsins en þar er hægt að spila á rafgítar, rafbassa, rafmagnstrommusett og einnig er sérstakur söngklefi. Þá er einnig hægt að prófa að setja sig í sæti upptökumanns og prófa að hljóðblanda lagið Little talks með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Í bíósal safnsins eru sýndar heimildarmyndir um íslenska tónlist. Rokksafn Íslands er fyrir alla – bæði þá sem þekkja og elska íslenska tónlist og þá sem vilja kynna sér hana. Börn munu sérstaklega njóta sín í “sound-lab”-inu og fá að fikta í gagnvirkum sýningaratriðum safnsins. Nánari upplýsingar á www.rokksafn.is
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Á sýningum Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum eru ratleikir í boði fyrir alla aldurshópa. Aðgangur er ókeypis um safnahelgina. Verið hjartanlega velkomin. - Finndu Músa áður en kötturinn Dúsa klófestir hann - Getur þú fundið...? á sýningunni Eins manns rusl er annars gull - Ævintýravera á sýningunni Hér sit ég og sauma - Veggjakrot í Bryggjuhúsinu
Fleiri viðburðir