Heimsmynd, leiðsögn sýningarstjóra

Sunnudaginn 12. október kl. 14:00
Listasafn Reykjanesbæjar, Duusgata 2 - 8,  230 Reykjanesbær.

Helga Þórsdóttir sýningarstjóri Heimsmyndar fer um sýningu Áka Gränz, þar sem við fáum tækifæri til að ganga inn í hans drauma, hugleiðingar og ímyndir. Sýningin minnir okkur á að list er ekki aðeins eftirlíking heldur skapandi afl - leið til að gera hið ósýnilega sýnilegt.


Í sýningunni Heimsmynd er horft til Áka Guðna Gränz (1925–2014), alþýðulistamanns sem skapaði sér einstaka stöðu í menningarlífi Njarðvíkur og víðar. Verk hans voru aldrei einungis eftirmyndir af landslagi eða fólki – þau voru persónuleg kortlagning á hugmyndaheimi hans, þar sem draumar, þjóðsögur og minningar blönduðust saman. Í þessum verkum speglast heimssýn manns sem hafði djúpa rót í samfélagi sínu, en líka ríkan innri heim sem hann miðlaði á sinn einstaka hátt.


Áki hefði orðið hundrað ára á þessu ári og heiðrum við minningu hans.

Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni. Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17. Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá kl. 12:00-17:00 laugardag og sunnudag. Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá 12:00 - 17:00 laugardag og sunnudag. Gula húsinu, Austurvegi 1-3, 240 Grindavík
Fleiri viðburðir