Listasafn Reykjanesbæjar

Opið frá kl. 12:00-17:00 föstudag, laugardag og sunnudag.

Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær

Heimsmynd – Áki Guðni Gränz

Í sýningunni Heimsmynd er horft til Áka Guðna Gränz (1925–2014), alþýðulistamanns sem skapaði sér einstaka stöðu í menningarlífi Njarðvíkur og víðar. Verk hans voru aldrei einungis eftirmyndir af landslagi eða fólki – þau voru persónuleg kortlagning á hugmyndaheimi hans, þar sem draumar, þjóðsögur og minningar blönduðust saman. Í þessum verkum speglast heimssýn manns sem hafði djúpa rót í samfélagi sínu, en líka ríkan innri heim sem hann miðlaði á sinn einstaka hátt.

Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.

Hulduefni – Vilhjálmur Bergsson

Sýningin Hulduefni í Listasafni Reykjanesbæjar gefur mynd af þróun í verkum Vilhjálms Bergssonar frá 1959 til 2021. Sýningin spannar hátt í sex áratugi og dregur fram fágæta tæknilega færni hans og kunnáttu. Vilhjálmur lýsir snemma á ferlinum viðfangsefni sínu í myndlist sem víðtækri hlutdeild, þar sem allt milli himins og jarðar, frá minnstu ögn til stjörnuþoka, fellur undir rannsókn hans. Verk hans þróuðust frá abstrakt geómetrísku myndum yfir í það sem hann kallaði samlífrænar víddir og síðar takmarkalaust orkuljósrými, þar sem bæði ljós og myrkur spila mikilvægt hlutverk.


Sýningin byggir á gjöf Vilhjálms til Listasafns Reykjanesbæjar, sem inniheldur nær 200 verk, þar á meðal olíumálverk, vatnslit, teikningar og tölvuverk. Eitt af verkunum, Raðferli: 12 nr., kolteikning frá 2021, er í eigu listamannsins og sýnt með leyfi hans. Í skrifum sínum, sem hann byrjaði að semja sem ungur, lýsir Vilhjálmur tengslum á milli myndlistarsköpunar og hugleiðinga hans um myndlist og heiminn.


Hulduefni vísar til þess efnis í alheiminum sem er hulið sjón okkar, og er meira en þrír fjórðu alls efnis samkvæmt kenningum heimsfræði. Í verkunum sínum rannsakar Vilhjálmur, líkt og með hulduefni, óáþreifanlega og óséða þætti, þar sem ljós og myrkur mætast og líf og alheimur tengjast á dýpstu stigi.


 


Heimsmynd og Hulduefni standa til 4. janúar 2026.


Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni. Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17. Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá kl. 12:00-17:00 laugardag og sunnudag. Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá 12:00 - 17:00 laugardag og sunnudag. Gula húsinu, Austurvegi 1-3, 240 Grindavík
Fleiri viðburðir