Listasafn Reykjanesbæjar

Opið frá kl. 12:00-17:00 föstudag, laugardag og sunnudag.

Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær

Heimsmynd – Áki Guðni Gränz

Í sýningunni Heimsmynd er horft til Áka Guðna Gränz (1925–2014), alþýðulistamanns sem skapaði sér einstaka stöðu í menningarlífi Njarðvíkur og víðar. Verk hans voru aldrei einungis eftirmyndir af landslagi eða fólki – þau voru persónuleg kortlagning á hugmyndaheimi hans, þar sem draumar, þjóðsögur og minningar blönduðust saman. Í þessum verkum speglast heimssýn manns sem hafði djúpa rót í samfélagi sínu, en líka ríkan innri heim sem hann miðlaði á sinn einstaka hátt.

Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.

Hulduefni – Vilhjálmur Bergsson

Sýningin Hulduefni í Listasafni Reykjanesbæjar gefur mynd af þróun í verkum Vilhjálms Bergssonar frá 1959 til 2021. Sýningin spannar hátt í sex áratugi og dregur fram fágæta tæknilega færni hans og kunnáttu. Vilhjálmur lýsir snemma á ferlinum viðfangsefni sínu í myndlist sem víðtækri hlutdeild, þar sem allt milli himins og jarðar, frá minnstu ögn til stjörnuþoka, fellur undir rannsókn hans. Verk hans þróuðust frá abstrakt geómetrísku myndum yfir í það sem hann kallaði samlífrænar víddir og síðar takmarkalaust orkuljósrými, þar sem bæði ljós og myrkur spila mikilvægt hlutverk.


Sýningin byggir á gjöf Vilhjálms til Listasafns Reykjanesbæjar, sem inniheldur nær 200 verk, þar á meðal olíumálverk, vatnslit, teikningar og tölvuverk. Eitt af verkunum, Raðferli: 12 nr., kolteikning frá 2021, er í eigu listamannsins og sýnt með leyfi hans. Í skrifum sínum, sem hann byrjaði að semja sem ungur, lýsir Vilhjálmur tengslum á milli myndlistarsköpunar og hugleiðinga hans um myndlist og heiminn.


Hulduefni vísar til þess efnis í alheiminum sem er hulið sjón okkar, og er meira en þrír fjórðu alls efnis samkvæmt kenningum heimsfræði. Í verkunum sínum rannsakar Vilhjálmur, líkt og með hulduefni, óáþreifanlega og óséða þætti, þar sem ljós og myrkur mætast og líf og alheimur tengjast á dýpstu stigi.


 


Heimsmynd og Hulduefni standa til 4. janúar 2026.


Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Í Gula húsinu verður sýnd stuttmynd eftir Óskar Kristinn Vignisson sem fjallar myndrænt um áhrif hamfaranna á samfélagið í Grindavík. Myndin er 15 mínútna löng.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Svarta Pakkhúsið, Laugardaginn 11. október kl. 15:00
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Rokksafn Íslands er fjölskylduvænt og gagnvirkt safn sem fjallar um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Á safninu má finna tímalínu sögu íslenskrar tónlistar, allt frá árinu 1835 til dagsins í dag. Í sýningunni er fjallað um listamenn á borð við Björk, Hljóma, Of Monsters and Men, Sigur Rós, Kaleo, Stuðmenn, Elly Vilhjálms, Bubba og margra fleiri. „Gagnvirki plötuspilarinn“, eins og hann er jafnan kallaður, gerir gestum kleift að velja plötu sem leiðir þá í gegnum sögu íslenskra tónlistarmanna á stórum gagnvirkum sýningarvegg. Gestir geta spreytt sig í hljóðbúri safnsins en þar er hægt að spila á rafgítar, rafbassa, rafmagnstrommusett og einnig er sérstakur söngklefi. Þá er einnig hægt að prófa að setja sig í sæti upptökumanns og prófa að hljóðblanda lagið Little talks með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Í bíósal safnsins eru sýndar heimildarmyndir um íslenska tónlist. Rokksafn Íslands er fyrir alla – bæði þá sem þekkja og elska íslenska tónlist og þá sem vilja kynna sér hana. Börn munu sérstaklega njóta sín í “sound-lab”-inu og fá að fikta í gagnvirkum sýningaratriðum safnsins. Nánari upplýsingar á www.rokksafn.is
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 7. október 2025
Á sýningum Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum eru ratleikir í boði fyrir alla aldurshópa. Aðgangur er ókeypis um safnahelgina. Verið hjartanlega velkomin. - Finndu Músa áður en kötturinn Dúsa klófestir hann - Getur þú fundið...? á sýningunni Eins manns rusl er annars gull - Ævintýravera á sýningunni Hér sit ég og sauma - Veggjakrot í Bryggjuhúsinu
Fleiri viðburðir