Ljósmyndasýning - Reykjanes vaknar

Ljósmyndirnar eru úti og aðgengilegar allan sólarhringinn.

Við Festi, Víkurbraut 58, 240 Grindavík

Ljósmyndasýningin Reykjanes vaknar hefur verið sett upp við „Festi“ í Grindavík. Sýningin segir sögu níu eldgosa á þremur árum, hættuástands, björgunaraðgerða, flóttans úr Grindavík, gerð varnarmannvirkja og sögur af fólki.

 

Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari er með bakgrunn í leit og björgun og menntun björgunarfólks. Sigurður hefur tekið fjölda ljósmynda á Reykjanesi á síðustu árum. Á sýningu hans má sjá nokkrar þessara mynda, m.a. af íbúum og störfum viðbragðsaðila á vettvangi.

Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni. Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17. Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá kl. 12:00-17:00 laugardag og sunnudag. Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 8. október 2025
Opið frá 12:00 - 17:00 laugardag og sunnudag. Gula húsinu, Austurvegi 1-3, 240 Grindavík
Fleiri viðburðir