
Skessan og Fjóla tröllastelpa bjóða í lummur
Frá kl. 13:00-15:00 sunnudaginn 27. október.
Svartihellir við smábátahöfnina í Gróf, 230 Reykjanesbær
Það skemmtilegasta sem Skessan í hellinum gerir að hitta grjónapíslirnar vini sína. Þegar hátíð er í bæ hrærir hún gjarnan í lummusoppu og býður öllum vinum sínum í gómsætar skessulummur. Í tilefni safnahelgar er hún búin að bjóða bestu vinkonu sinni Fjólu tröllastelpu í heimsókn til sín og saman taka þær á móti öllum vinum sínum í lummuveislu. Fjóla verður líka með glænýjan þrautabækling frá Skessunni sem hún ætlar að bjóða þeim börnum sem vilja.