
Skólaminjar í Norðurkoti
Opið frá kl. 13:00 - 16:00 laugardag og sunnudag.
Kálfatjörn, 191 Vogar
Skólaminjasafnið í Norðurkoti á Kálfatjörn verður opið fyrir gestum og gangandi. Þar er ávallt margt að sjá, ekki síst fyrir börnin sem geta mátað sig við gamla tímann og skoðað námsefni og leikföng.
Upplestur úr skólasögu Voga verður á laugardag kl 14:30

Rokksafn Íslands er fjölskylduvænt og gagnvirkt safn sem fjallar um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Á safninu má finna tímalínu sögu íslenskrar tónlistar, allt frá árinu 1835 til dagsins í dag. Í sýningunni er fjallað um listamenn á borð við Björk, Hljóma, Of Monsters and Men, Sigur Rós, Kaleo, Stuðmenn, Elly Vilhjálms, Bubba og margra fleiri. „Gagnvirki plötuspilarinn“, eins og hann er jafnan kallaður, gerir gestum kleift að velja plötu sem leiðir þá í gegnum sögu íslenskra tónlistarmanna á stórum gagnvirkum sýningarvegg. Gestir geta spreytt sig í hljóðbúri safnsins en þar er hægt að spila á rafgítar, rafbassa, rafmagnstrommusett og einnig er sérstakur söngklefi. Þá er einnig hægt að prófa að setja sig í sæti upptökumanns og prófa að hljóðblanda lagið Little talks með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Í bíósal safnsins eru sýndar heimildarmyndir um íslenska tónlist. Rokksafn Íslands er fyrir alla – bæði þá sem þekkja og elska íslenska tónlist og þá sem vilja kynna sér hana. Börn munu sérstaklega njóta sín í “sound-lab”-inu og fá að fikta í gagnvirkum sýningaratriðum safnsins. Nánari upplýsingar á www.rokksafn.is

Á sýningum Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum eru ratleikir í boði fyrir alla aldurshópa. Aðgangur er ókeypis um safnahelgina. Verið hjartanlega velkomin. - Finndu Músa áður en kötturinn Dúsa klófestir hann - Getur þú fundið...? á sýningunni Eins manns rusl er annars gull - Ævintýravera á sýningunni Hér sit ég og sauma - Veggjakrot í Bryggjuhúsinu