
Opnunarviðburður
Kl. 12:00 þriðjudaginn 22. október.
Reykjanesviti á suð-vestanverðu Reykjanesi.
Sérstakur opnunarviðburður Safnahelgar verður haldinn í nýrri gestastofu sem er upplýsinga-, fræðslu- og þjónustuaðstaða við Reykjanesvita á suð-vestanverðu Reykjanesi.
Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, opnar safnahelgina formlega og Árni Sigfússon stjórnarmaður í þjónustumiðstöð Reykjaness segir frá tilurð gestastofunnar. Jazzbandið HAG tríó flytur ljúfa tóna fyrir viðstadda og boðið verður upp á veitingar.