Teiknuð mynd af Reykjanesskaga

SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM

11. - 12. október 2025

Merki - Frítt á öll söfn sem taka þátt
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 25. september 2025
Vélbáturinn Huginn og tveir minni bátar sem varðveittir eru í Halakoti á Vatnsleysuströnd verða til sýnis. Leiðsögn verður um svæðið og sagt frá endurbótum og aðferðum við þær.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 25. september 2025
Opið hús með leiðsögn. Unnið er að endurbótum á Kirkjuhvoli sem Umf. Þróttur og Kvenfélagið Fjóla byggðu í sameiningu 1933. Hús með merkilega sögu og mikla framtíðarmöguleika. Kirkjuhvoll er á Vatnsleysuströnd
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 25. september 2025
Skólaminjasafnið í Norðurkoti á Kálfatjörn verður opið fyrir gestum og gangandi. Þar er ávallt margt að sjá, ekki síst fyrir börnin sem geta mátað sig við gamla tímann og skoðað námsefni og leikföng. Upplestur úr skólasögu Voga verður á laugardag kl 14:30

Safnahelgi Á SUÐURNESJUM​

Safnahelgi á Suðurnesjum er haldin árlega, uppfull af skemmtilegum uppákomum og viðburðum um allan Reykjanesskagann. Safnahelgi er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla fjölskylduna.

Upplýsingar

Frekari upplýsingar varðandi Safnahelgi má nálgast hjá fulltrúum sveitarfélaga

Reykjanesbær

Vogar

Ásta Friðriksdóttir astaf@vogar.is

Suðurnesjabær

Margrét I. Ásgeirsdóttir

margret@sudurnesjabaer.is