SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM
11. - 12. október 2025

Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni. Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17.

Í sumar var formlega opnuð sýningin Leiðarljós að lífhöfn í Vélarhúsi vitans, sem ennþá er nýtt til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin, sem er á vegum Hollvinasamtaka Reykjanesvita, fjallar um sjóslys og afleiðingar þeirra ásamt sögu Reykjanesvita og uppbyggingar á vitakerfi landsins. Saga sjóslysa á ríkt erindi til nútímans, landsmönnum er skylt að minnast þeirra miklu fórna sem sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu til að efla byggðir landsins. Auk sýningarinnar var einnig opnuð Gestastofa og kaffihús í sumar í fyrrum íbúðarhúsi vitavarða, þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Gestastofan er opin daglega frá 10 - 17. Á safnahelginni verður boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra, Eiríks P. Jörundssonar, um sýninguna og hefst leiðsögnin laugardag og sunnudag kl. 13.30 í Gestastofunni.

Rokksafn Íslands er sýning um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1920 til dagsins í dag. Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, styttu af Rúnari Júlíussyni, flygil úr eigu Ragga Bjarna og þannig mætti lengi telja .

Á sýningum Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum eru ratleikir í boði fyrir alla aldurshópa. Aðgangur er ókeypis um safnahelgina. Verið hjartanlega velkomin. - Finndu Músa áður en kötturinn Dúsa klófestir hann - Getur þú fundið...? á sýningunni Eins manns rusl er annars gull - Ævintýravera á sýningunni Hér sit ég og sauma - Veggjakrot í Bryggjuhúsinu

Bragi Einarsson mynlistamaður úr Garði verður með sýningu á málverkum sínum um Safnahelgina á Byggðasafninu á Garðskaga. Bragi mun standa við trönurnar og mála og spjalla við gesti inni á safninu laugardaginn 11. október frá kl. 13-17. Sölusýning. Bragi Einarsson er vel þekktur fyrir myndlist sína, sérstaklega vatnslitaverk. Hann málaði m.a. vatnslitamyndir af vitunum fimm í Suðurnesjabæ sem síðan hafa verið prentaðar sem vönduð póstkort og fást á Byggðasafninu á Garðskaga.

Tvær af vélum úr vélasafni Guðna Ingimundarsonar frá Garðstöðum, verða gangsettar laugardaginn 11. október kl. 16 -16:30 og sunnudaginn 12. október kl.16 til 16:30. Það eru Red Wing Thorobred KK frá 1948 og Norman T300 frá 1945. Á vélasýningunni eru um 50 vélar frá því um 1920 fram að 1970 sem segja merkilega sögu þróunar véla og notkunar. GMC Trukkurinn hans Guðna er líka til sýnis.

Verið öll velkomin í vöfflukaffi og hlýjuna og kærleikann í húsinu hennar Unu. Sjólyst – Húsið er sögusafn um Unu Guðmundsdóttur, ,,Völvu Suðurnesja”. Hollvinir Unu stofnuðu félag á afmælisdegi hennar þ. 18.11. 2011 í þeim tilgangi að halda minningu Unu á lofti með ýmsum hætti og safna heimildum um hana, vernda húsið og gera að sögusafni. Suðurnesjabær er eigandi hússins en stjórn hollvinafélagsins sér um rekstur starfseminnar og er öll vinna unnin í sjálfboðavinnu.

Kristinsson handmade verður með opið frá kl: 13:00 - 17:00 föstudag, laugardag og sunnudag yfir Safnahelgi á Suðurnesjum. Kristinsson hefur frá unga aldri haft ástríðu fyrir smíðum og fallegu handverki. Í mörg ár hefur Kristinsson smíðað sér til ánægju og gefið heimilum sjarma af vönduðum innréttingum og húsgögnum úr gegnheilum viði af nátturinnar hendi. Kristinsson segir "Það sem gerir list fallega er fyrst og fremst falleg hugmynd og heiðarleiki". Kristinsson hefur náttúruna að fyrirmynd í verki því í henni eru ekki gerðar málamiðlanir og ekki hjá Kristinsson heldur.
Í náttúrusal Þekkingarsetursins hefur allt frá árinu 1995 staðið yfir náttúrugripasýning en nýverið bættist gagnvirka fræðsluleikurinn, Fróðleiksfúsi, við þá sýningu. Markmið leiksins er að opna augu ungra sem aldna fyrir dýralífi og náttúru Íslands, fræða, kæta og bjóða upp á holla dægradvöl fyrir fjölskyldur. Leikurinn er spilanlegur bæði á íslensku og pólsku. Verkefnastjóri Fróðleiksfúsa og hugsmiður verður á staðnum og gefur auka innsýn inn í leikinn, tilurð, tilgang og framtíð hans í Þekkingarsetri Suðurnesja.

Þekkingarsetur Suðurnesja tekur virkan þátt í Safnahelgi á Suðurnesjum líkt og önnur ár og verður opið í setrinu frá 13-17 bæði laugardag og sunnudag á Safnahelgi og enginn aðgangseyrir. Í Þekkingarsetrinu má virða fyrir sér hinar ýmsu sýningar m.a. sýninguna Heimskautin heilla sem segir frá lífi og störfum franska skipstjórans Jean-Baptiste Charcot en rannsóknarskip hans, Pourquoi-Pas? fórst hér við Íslandsstrendur árið 1936. Sýningin hefur staðið yfir í Þekkingarsetrinu frá árinu 2007. Huldir heimar hafsins er önnur sýning sem finna má á 1.hæð setursins en sú sýning fagnar einmitt 10 ára afmæli sínu um þessar mundir. Sýningin dregur saman lífríki hafsins og myndlist og dregur einstaka og áhugaverða sýn á lífið í sjónum. Í náttúrusal Þekkingarsetursins hefur allt frá árinu 1995 staðið yfir náttúrugripasýning en nýverið bættist gagnvirka fræðsluleikurinn, Fróðleiksfúsi, við þá sýningu. Markmið leiksins er að opna augu ungra sem aldna fyrir dýralífi og náttúru Íslands, fræða, kæta og bjóða upp á holla dægradvöl fyrir fjölskyldur. Leikurinn er spilanlegur bæði á íslensku og pólsku og á mun verkefnastjóri Fróðleiksfúsa og hugsmiður vera á staðnum á sunnudag frá 14 – 16 og gefa aukna innsýn inn í leikinn, tilurð, tilgang og framtíð hans í Þekkingarsetri Suðurnesja.
Safnahelgi Á SUÐURNESJUM
Safnahelgi á Suðurnesjum er haldin árlega, uppfull af skemmtilegum uppákomum og viðburðum um allan Reykjanesskagann. Safnahelgi er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla fjölskylduna.
Upplýsingar
Frekari upplýsingar varðandi Safnahelgi má nálgast hjá fulltrúum sveitarfélaga
Reykjanesbær
Guðlaug María Lewis
Grindavík
Eggert Sólberg Jónsson
Vogar
Ásta Friðriksdóttir astaf@vogar.is
Suðurnesjabær
Margrét I. Ásgeirsdóttir
























