Teiknuð mynd af Reykjanesskaga

SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM

11. - 12. október 2025

Merki - Frítt á öll söfn sem taka þátt
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 30. september 2025
Ljóðaupplestur í Kaffi Golu laugardaginn 11. okt. 2025 kl. 15. Nokkur verðlaunaskáld lesa ný og eldri ljóð á Hvalsnesi þar sem m.a. stórskáldið Hallgrímur Pétursson þjónaði um nokkurra ára bil og skildi eftir stein til minningar um dóttur sína Steinunni. Skáldin fjalla m.a. um fegurð, sorg, áföll, gleði. Anna Björg Hjartardóttir er eigandi og framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Celsus ehf. Hún hefur áhuga á ljóðagerð og söng og er í tónlistarnámi en hún hefur komið fram sem einsöngvari víða á viðburðum. Anna Björg vann til verðlauna í ljóðasamkeppni Ljósberans 2023. Hún hefur áhuga á heimspeki og heldur fyrirlestra um friðarmál og búddisma. Hún er virk í alþjóða friðar-, menntunar og menningarsamtökum Soka Gakkai Int. Draumey Aradóttir er rithöfundur og skáld, búsett í Hafnarfirði. Auk þýðinga hefur hún gefið út tvær barnabækur og sex ljóðasöfn. Hún hefur hlotið ótal viðurkenningar fyrir ljóð sín. Nýjasta ljóðabók hennar, Brimurð, kom út fyrr á þessu ári. Þrjár síðustu bækur hennar, Varurð, Einurð og Brimurð eru ljóðræn för gegnum óttann, áföll í móðurkviði og eilífa ást sem nær gegnum allar víddir. Garibaldi (Garðar Baldvinsson) er fæddur í Reykjavík 1954 og hefur ort ljóð í áratugi. Ljóðin í sjötíu bragandi dúfum sem kom út í fyrra lýsa sambandi skáldsins við yngsta bróður sinn og erfiðu lífi þeirra en einnig kærleika og von. Tvö ljóðanna hlutu verðlaun í ljóðasamkeppni Ljósberans 2023. Væntanleg bók hans, Þagnafár, sýnir líf föður hans og flótta hans frá áföllum í bernsku sem brjótast fram þegar hann jarðsetur yngsta son sinn. Margrét Lóa Jónsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1967. Í fyrra hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir 12. ljóðabók sína, Pólstjarnan fylgir okkur heim. Fyrsta ljóðabók Margrétar, Glerúlfar, kom út 11. október 1985. Margrét Lóa hefur gefið út skáldsögu og þýtt ljóð, einkum úr spænsku. Einnig hefur hún starfrækt listagalleríið Marló og bókaútgáfu með sama nafni. Margrét Lóa hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ljóðagerð sína. Ragnheiður Lárusdóttir hefur skrifað ljóð frá því að hún lærði að skrifa. Árið 2020 hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssona fyrir ljóðabókina 1900 og eitthvað en í fyrra kom út bókin Veður í æðum sem er safnbók og inniheldur allar þær fjórar bækur sem hún hefur skrifað til þessa. Í nýju bókinni yrkir Ragnheiður um þá sáru reynslu að horfa á dóttur sína lenda í fjötrum fíknar – en líka um þá töfra tilverunnar sem umlykja okkur og vonina sem glóir víða.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 30. september 2025
Á laugardag kl. 13:30 veður Magnea Tómasdóttir með leiðsögn en á sunnudaginn verða Sólveig Ólafsdóttir og Heimir Janusson með leiðsögnina. Kirkjan opin báða daga frá 11:00 - 17:00. Opið á Kaffi Golu með öllum sínum kræsingum frá kl. 11:00 - 17:00, laugardag og sunnudag.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 30. september 2025
Opið frá kl. 13:00 - 17:00 laugardag og sunnudag Skagabraut 17, Garði í Suðurnesjabæ.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 30. september 2025
Opið kl. 12:00 - 17:00 laugardag og sunnudag. Skagabraut 100, Garði í Suðurnesjabæ. 
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 30. september 2025
Bragi Einarsson mynlistamaður úr Garði verður með sýningu á málverkum sínum um Safnahelgina á Byggðasafninu á Garðskaga. Bragi mun standa við trönurnar og mála og spjalla við gesti inni á safninu laugardaginn 11. október frá kl. 13-17. Sölusýning. Bragi Einarsson er vel þekktur fyrir myndlist sína, sérstaklega vatnslitaverk. Hann málaði m.a. vatnslitamyndir af vitunum fimm í Suðurnesjabæ sem síðan hafa verið prentaðar sem vönduð póstkort og fást á Byggðasafninu á Garðskaga.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 30. september 2025
Tvær af vélum úr vélasafni Guðna Ingimundarsonar frá Garðstöðum, verða gangsettar laugardaginn 11. október kl. 16 -16:30 og sunnudaginn 12. október kl.16 til 16:30. Það eru Red Wing Thorobred KK frá 1948 og Norman T300 frá 1945. Á vélasýningunni eru um 50 vélar frá því um 1920 fram að 1970 sem segja merkilega sögu þróunar véla og notkunar. GMC Trukkurinn hans Guðna er líka til sýnis.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 30. september 2025
Verið öll velkomin í vöfflukaffi og hlýjuna og kærleikann í húsinu hennar Unu. Sjólyst – Húsið er sögusafn um Unu Guðmundsdóttur, ,,Völvu Suðurnesja”. Hollvinir Unu stofnuðu félag á afmælisdegi hennar þ. 18.11. 2011 í þeim tilgangi að halda minningu Unu á lofti með ýmsum hætti og safna heimildum um hana, vernda húsið og gera að sögusafni. Suðurnesjabær er eigandi hússins en stjórn hollvinafélagsins sér um rekstur starfseminnar og er öll vinna unnin í sjálfboðavinnu.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 25. september 2025
Í náttúrusal Þekkingarsetursins hefur allt frá árinu 1995 staðið yfir náttúrugripasýning en nýverið bættist gagnvirka fræðsluleikurinn, Fróðleiksfúsi, við þá sýningu. Markmið leiksins er að opna augu ungra sem aldna fyrir dýralífi og náttúru Íslands, fræða, kæta og bjóða upp á holla dægradvöl fyrir fjölskyldur. Leikurinn er spilanlegur bæði á íslensku og pólsku. Verkefnastjóri Fróðleiksfúsa og hugsmiður verður á staðnum og gefur auka innsýn inn í leikinn, tilurð, tilgang og framtíð hans í Þekkingarsetri Suðurnesja.
Eftir Ellen Agata Jónsdóttir 25. september 2025
Þekkingarsetur Suðurnesja tekur virkan þátt í Safnahelgi á Suðurnesjum líkt og önnur ár og verður opið í setrinu frá 13-17 bæði laugardag og sunnudag á Safnahelgi og enginn aðgangseyrir. Í Þekkingarsetrinu má virða fyrir sér hinar ýmsu sýningar m.a. sýninguna Heimskautin heilla sem segir frá lífi og störfum franska skipstjórans Jean-Baptiste Charcot en rannsóknarskip hans, Pourquoi-Pas? fórst hér við Íslandsstrendur árið 1936. Sýningin hefur staðið yfir í Þekkingarsetrinu frá árinu 2007. Huldir heimar hafsins er önnur sýning sem finna má á 1.hæð setursins en sú sýning fagnar einmitt 10 ára afmæli sínu um þessar mundir. Sýningin dregur saman lífríki hafsins og myndlist og dregur einstaka og áhugaverða sýn á lífið í sjónum. Í náttúrusal Þekkingarsetursins hefur allt frá árinu 1995 staðið yfir náttúrugripasýning en nýverið bættist gagnvirka fræðsluleikurinn, Fróðleiksfúsi, við þá sýningu. Markmið leiksins er að opna augu ungra sem aldna fyrir dýralífi og náttúru Íslands, fræða, kæta og bjóða upp á holla dægradvöl fyrir fjölskyldur. Leikurinn er spilanlegur bæði á íslensku og pólsku og á mun verkefnastjóri Fróðleiksfúsa og hugsmiður vera á staðnum á sunnudag frá 14 – 16 og gefa aukna innsýn inn í leikinn, tilurð, tilgang og framtíð hans í Þekkingarsetri Suðurnesja.

Safnahelgi Á SUÐURNESJUM​

Safnahelgi á Suðurnesjum er haldin árlega, uppfull af skemmtilegum uppákomum og viðburðum um allan Reykjanesskagann. Safnahelgi er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla fjölskylduna.

Upplýsingar

Frekari upplýsingar varðandi Safnahelgi má nálgast hjá fulltrúum sveitarfélaga

Reykjanesbær

Grindavík

Eggert Sólberg Jónsson

eggert@grindavik.is

Vogar

Ásta Friðriksdóttir astaf@vogar.is

Suðurnesjabær

Margrét I. Ásgeirsdóttir

margret@sudurnesjabaer.is